Líkt og fyrri ár þá styrkir Birtingahúsið góðgerðarmálefni í stað þess að senda jólakort eða gjafir. Í ár völdu starfsmenn félagsins að styðja ráðgjafamiðstöðina Sjónarhól með veglegum tölvubúnaði frá Lenovo. Sjónarhóll veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.


Við viljum nýta tækifærið og senda öllu okkar samtarfsfólki og félögum hugheilar jóla- og nýárskveðjur, með innilegum þökkum fyrir árið sem er að líða. Vonum að komandi ár verði ykkur farsælt.

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Birtingahússins

Mynd: María Hildiþórsdóttir frá Sjónarhóli og Þorgrímur Ingason frá Birtingahúsinu