Það er vitað mál að umferð og notkun ýmissa miðla og forrita á netinu hefur vaxið gríðarmikið undanfarin misseri og ár. Meiri vinnsluhraði, þekking, útbreiðsla (m.a. með tilkomu fleiri tækja, s.s. snjallsíma og spjaldtölva) og fleira er meðal  þess sem ýtir undir þennan vöxt.  Upplýsingar um notkun og stöðu helstu miðla í dag verður að öllum líkindum úrelt á morgun. Engu að síður er ágætt að staldra við endrum og eins og reyna að átta sig á þróuninni, hvað þessi „heimur“ er í raun orðinn stór og umfangsmikill.
 
Undirritaður rakst á dögunum á nokkuð góða yfirlitsgrein á vefmiðlinum qz.com sem sýnir á skemmtilegan hátt inn í þennan heim. Þar kemur meðal annars fram að yfir 200 milljón tölvupóstar eru sendir á hverri mínútu, nær 300 þúsund aðilar skrá sig inn á Facebook og 3.000 myndum er hlaðið inn á flickr. Það er líka ansi magnað að vita til þess að á hverri mínútu birtast um 350 þúsund „tíst“ á Twitter.  Í mars í fyrra voru þau um 100 þúsund.  100 klukkustundum af myndböndum er hlaðið niður á YouTube á mínútu, hlaðnar eru niður 243 þúsund myndir á Facebook, þrjár og hálf milljón „leitir“ fara fram á Google, stofnaðir eru 120 nýjir reikningar (viðskiptamenn) á LinkedIn og Amazon selur fyrir nærri 118 þús dali.
 
Dæmi um breytingar sem hafa orðið síðan  í mars 2012 (vöxtur í %)
 
 
Skemmtilegt!  Heimildina og frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð: http://qz.com/150861/a-snapshot-of-one-minute-on-the-internet-today-and-in-2012/
 
Hugi Sævarsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.