Á síðasta ári innleiddi Birtingahúsið nýja þjónustu fyrir viðskiptavini, sk. stafræna miðlun auglýsingaborða eða BH Adserving, en þjónustan miðar að því að stýra herferðum á netinu með markvissari hætti en áður hefur verið mögulegt og mæla árangurinn af þeim. Það er margt áhugavert sem kemur í ljós þegar rýnt er í tölur liðins árs um árangur herferða á netinu. 

Á tímabilinu 1. júlí 2012 til 31. desember 2012 var heildarfjöldi birtinga í adserving um 66 milljón talsins sem skiluðu 185 þúsund smellum sem er um 0.28% smellhlutfall. Ef litið er til einstakra miðla og auglýsingaplássa kemur í ljós mikill munur á árangri t.d. ef horft er til smellhlutfalls og sýnilegra birtinga (in-screen). Sá miðill sem skilaði hæsta smellhlutfalli (meðaltal allra herferða) var með um 0,38% smellhlutfall (CTR) en smellhlutfall þess miðils sem kom lakast út í þessum samanburði var með um 0,06% (CTR). Þegar einsök auglýsingapláss eru skoðuð var smellhlutfallið hæst 1,22% en lægst 0,01%.

Sýnilegar birtingar (in-screen)

Það er þó mikilvægt að hafa í huga að smellhlutfall er síður en svo eini mælikvarðinn sem leggja þarf til grundvallar þegar árangur herferða er metinn og nauðsynlegt að huga að fleiri þáttum eins og sýnileika vefborða.

Að meðaltali voru 67,84% auglýsinga sýnilegar á skjá notenda (in-screen birtingar) sem þýðir að um 32% vefborða komu aldrei fyrir augu þeirra sem voru að vafra á innlendum vefmiðlum. Þessi niðurstaðar eru í ágætu samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna, t.d. rannsókn comScore á síðasta ári en þar kom í ljós að hlutfall "In-Screen" auglýsingabirtinga var um 70%.

Eins og við var að búast er töluvert mikill munur milli auglýsingaplássa þegar hutfall sýnilegra birtinga er skoðað eins og lesa má í eldri grein um auglýsingabirtingar á netinu. Í þeim tilvikum þar sem árangurinn var lakastur var hlutfallið á bilinu 21-25% en þegar best lét var hlutfall sýnilegra birtinga um og yfir 90%.

Frosti Jónsson