Nýlega efndi Birtingahúsið til markaðsfundar undir yfirskriftinni „Árangursdrifnar auglýsingabirtingar og markviss stjórnun netherferða". Á fundinum var rætt um markaðsmál og tækifæri á netinu með áherslu á stafræna miðlun auglýsingaborða (e. adserving) og stjórnun herferða á netinu. Sérstakir gestir fundarins voru Martin Larsen sem starfar hjá Adform í Danmörku og Casper Henriksen frá Carat, en bæði þessi fyrirtæki eru samstarfsaðilar Birtingahússins

Stafræn miðlun og stýring auglýsingaherferða á netinu er skammt á veg komin hér á landi en Birtingahúsið býður viðskiptavinum sínum uppá slíka þjónustu fyrstir aðila á Íslandi. 

birtingahusid-markadsfundur-2012-01

Á ráðstefnunni var farið yfir kosti þess að stýra auglýsingabirtingum á netinu með þessum hætti, hvaða möguleikar felast í adserving og hvernig hægt er að hámarka árangur herferða og nýta fjármagn til auglýsingabirtinga betur. Adform er leiðandi fyrirtæki á sviði stafrænnar miðlunar auglýsingaefnis á netinu (e. display advertising), stofnað árið 2002 í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið hefur haslað sér völl í 35 löndum víða um heim.

Samstarf Birtingahússins og Adform opnar nýjar leiðir fyrir auglýsendur á Íslandi. Vandkvæði auglýsingabirtinga á netinu á Íslandi hefur til þessa legið í takmörkuðum upplýsingum um árangur og möguleikarnir á því að besta (e. optimize) herferðir á netinu hefur ekki verið til staðar. Innleiðing adserving þjónustu Birtingahússins er einmitt til að bregðast við þessu ástandi.Carat er stærsta óháða markaðssamskiptastofa heims með starfsemi í 70 löndum og er leiðandi í stafrænum boðmiðlunarlausnum en fyrirtækin gerðu með sér samstarfssamning árið 2010 með það að markmiði að efla þjónustu við viðskiptavini og miðla hagnýtri þekkingu og reynslu sín á milli. 

birtingahusid-markadsfundur-2012-02Fjölmargt áhugavert kom fram í erindum þeirra sem héldu framsögu á fundinum enda eru allir sem eitthvað koma nálægt markaðsmálum að velta möguleikum netsins fyrir sér með einum eða öðrum hætti. Frosti Jónsson ráðgjafi hjá Birtingahúsinu benti á að hlutdeild netmiðla á auglýsingamarkaði á Íslandi sé langtum minna en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar þrátt fyrir að Íslendingar séu mjög virkir netnotendur og aðgengi að netinu sé óvíða meira en á Íslandi.

Í erindi Martin Larsen kom meðal annars fram að næstum öll fyrirtæki sem starfi á dönskum markaði nýti sér stafræna miðlun auglýsingaborða (adserving), það séu undantekningar geri þau það ekki. Þá fór Casper Henriksen yfir mikilvægi þess að nýta sér adserving enda felist í því fjölmörg tækifæri og að slík þjónusta henti flestum fyrirtækjum, ekki bara þeim sem sinna netverslun.

Myndir: Casper Henriksen frá Carat (efsta mynd), Frosti Jónsson, Birtingahúsið (fyrir miðju), Martin Larsen frá Adform (neðsta mynd).