Sýnileiki vefauglýsinga - In screan - Viewability Rate

Það er ekki alltaf á vísan að róa þegar auglýsingaborðar eru settir á vefsíður og upplýsingar um árangur oft afar takmarkaðar. Hver kannast ekki við að sitja fyrir framan tölvuna og "refresha" í tíma og ótíma til að ganga úr skugga um að auglýsingaborðinn sé kominn í loftið.

Vandkvæði auglýsingabirtinga á vefmiðlum hefur einmitt legið í þeim litlu upplýsingum sem við fáum um árangur. Þannig hefur það a.m.k. verið í gegnum tíðina. Birtingahúsið hefur brugðist við þessu og býður nú uppá nýja þjónustu, BH Adserving, sem miðar að því að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en áður, vakta auglýsingabirtingar og mæla árangur.

Gagnsemi mælina í Adserving

Í nýlegri auglýsingaherferð kom gagnsemi Adserving Birtingahússins glögglega í ljós. Upplýsingar liggja fyrir um leið og herferðin fer í loftið og hægt að fylgjast með því hvort auglýsingaborðarnir séu að birtast eða ekki og árangrinum sem við erum að ná. Nú þarf ekki að eyða tíma í að "refresha" og vona það besta!

Birtist borðinn á skjánum?

Eitt að því sem við fáum upplýsingar um er hversu oft vefborðar birtast á skjá notenda. Í stað þess að fá eingöngu upplýsingar um heildarfjölda birtinga (impressions) sem segja okkur hversu oft vefborði hleðst inn á vefsíðu (og eru tölurnar sem miðlarnir gefa upp) þá fáum við upplýsingar um fjölda birtinga á skjá notenda (in-screen impressions). Á þessu getur verið mikill munur Það helgast t.d. af því sum auglýsingapláss eru neðarlega á vefsíðu og margir skruna aldrei niður á síðuna þar sem borðinn er.

1209-er-bordinn-osynilegur-01

Í nýlegri herferð kom þetta glögglega í ljós. Um var að ræða þrjár innlendar vefsíður og auglýsingapláss sem eru talin vera þokkaleg m.t.t. staðsetningar. Annað kom þó á daginn. Á þeirri vefsíðu sem bestum árangri skilaði birtist borðin aðeins í 58% tilvika en á þeirri vefsíðu sem lökustum árangri skilaði birtist borðinn aðeins í 21% tilvika! Í nýleg rannsókn comScore kom í ljós að um 31% vefborða koma aldrei fyrir sjónir fólks en árangurinn í þessu tilviki er töluvert lakari en þær tölur sýna. Niðurstaðan er m.ö.o. óásættanleg.

1209-er-bordinn-osynilegur-02

Ef einnig er tekið tillit til þess hvað auglýsingaplássin kosta er niðurstaðan jafnvel enn lakari. Upplýsingar af þessu tagi hjálpa okkur sem aðstoðum auglýsendur varðandi auglýsingabirtingar að leggja mat á gæði auglýsingaplássa (staðsetningar), verðlagningu þeirra og árangur. Hvað virkar og hvað ekki. Þetta eru góðar fréttir fyrir auglýsendur.

Frosti Jónsson