BH Adserving er ný þjónusta sem Birtingahúsið býður viðskiptavinum sínum uppá. Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur, besta birtingar auglýsingaborða og afla ítarlegra upplýsinga um árangur. Adserving Birtingahússins er mikil framför fyrir auglýsendur sem vilja ná árangri og hámarka arðsemi auglýsingabirtinga á netinu. Löng reynsla er af adserving erlendis og löngu tímabært að bjóða uppá sambærilega þjónustu hér á landi eins og best gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Hvernig mælum við árangur netbirtinga?

Fjöldi smella (clicks) er gjarnan sá mælikvarði sem stuðst hefur verið við þegar árangur auglýsingabirtinga (auglýsingaherferða) á netinu er metinn. Rannsóknir benda hinsvegar til þess að málið sé ekki alveg svona einfalt. Mælikvarðar eins og fjöldi birtinga, smellir og smellhlutfall veiti takmarkaðar upplýsingar um árangur herferða og séu jafnvel misvísandi.

Fjöldi birtinga (impressions) segir til dæmis bara til um það hversu oft vefborði hleðst inn á vefsíðu en ekki hversu oft hann birtist á skjá. Það mætti líkja þessu við að árangur sjónvarpsherferða væri mældur eftir því í hversu margar sekúndur auglýsing birtist í sjónvarpi en ekki hversu margir höfðu tækifæri til að sjá hana (dekkun).

Sýnileikinn skiptir mestu máli

Nýleg rannsókn comScore og Pretarget rennir stoðum undir þetta. Smellir hafi t.a.m. litla fylgni við kauphegðun (skilgreint sem „purchases and requests for information“) og því alls ekki sá mælikvarði sem leggja eigi til grundvallar þegar árangur auglýsingaherferða sé metinn. Þetta skýrist t.d. af því að tiltölulega fámennur hópur fólks er virkari á netinu og smellir einfaldlega oftar auglýsingaborða en aðrir, sbr. rannsókn comScore sem sýndi fram á að 16% notenda ábyrgð á 80% smella!

Í áðurnefndri rannsókn comScore og Pretarget virðist sýnileiki skipta miklu meira máli og hafa mun hærri fylgni við kauphegðun heldur en smellir (0.35 á móti 0.01). Þá segi heildarfjöldi birtinga (gross impressions) sáralítið um árangur herferða þar sem að meðaltali 31% vefborða komi aldrei fyrir sjónir fólks af því að þeir birtast ekki í skjámynd, þ.e. eru neðarlega á vefsíðunni og stór hluti fólks skrollar ekki niður. 

Adserving Birtingahússins

Með Adserving Birtingahússins er aflað ítarlegra upplýsinga um virkni og birtingar vefborða og þann árangur sem næst. Upplýsingar meðal annars hversu oft vefborðar birtast á skjá, hversu margir notendur hafa séð eða smellt á vefborða auk þess sem hægt er að besta birtingar á auglýsingaborðum eftir markmiðum hverju sinni. Adserving Birtingahússins er því frábær leið fyrir framsækna auglýsendur sem vilja nýta sér tækifærin á netinu og ná árangri!

Heimildir:

http://www.comscore.com/Press_Events/Press_Releases/2012/4/For_Display_Ads_Being_Seen_Matters_More_than_Being_Clicked

http://marketingland.com/study-for-display-ads-clicks-have-nearly-zero-correlation-with-conversion-10695

http://www.comscore.com/Press_Events/Press_Releases/2012/1/comScore_Introduces_Validated_Campaign_Essentials

http://www.comscore.com/Press_Events/Presentations_Whitepapers/2009/The_Click_Remains_Irrelevant

 

Frosti Jónsson