Hugi SævarssonTraust neytenda gagnvart auglýsingum á netmiðlum, samfélagsmiðlum og farsímum er að aukast Hið öfluga og virta alþjóðlega markaðsrannsóknarfélag Nielsen mælir reglubundið traust neytenda gagnvart helstu auglýsingaveitum. Nýjasta úttekt þeirra um málefnið sýnir að traust gagnvart svokölluðum nýmiðlum er vaxandi á meðan „gömlu“ miðlarnir dala. Sem fyrr treysta neytendur þó best meðmælum frá fólki sem þeir þekkja. Rannsóknin náði til ríflega 28.000 manns og var framkvæmd með netkönnunum í 56 löndum.

Niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér fyrir neðan þar sem um er að ræða meðaltöl á heimsvísu.

Nýmiðlar sækja í sig veðrið

Það kemur í sjálfu sér ekki mikið á óvart að nýmiðlarnir sæki í sig veðrið. Það sem er nýtt og óþekkt þarf oftar en ekki ákveðin tíma til að sanna ágæti sitt, traust og trúverðugleika. Slíkt byggist yfirleitt yfir tíma og það ásamt örri þróun og útbreiðslu á tækjum og tólum gerir það meðal annars að verkum að bilið hefur minnkað mikið gagnvart „gömlu“ miðlategundunum.

Traust neytenda gagnvart auglýsingum

Aukinheldur hafa eldri miðlarnir, t.d. dagblöð, tímarit og sjónvarp verið að mælast með minna traust. Í því sambandi má nefna að síðan 2009 hafa dagblöðin misst um fjórðungs¬traust, sjónvarpið 24% og tímaritin 20%.

Á sama tíma fer traust gagnvart auglýsingum í gegnum farsíma upp um 21%, svo dæmi sé tekið. Spennandi verður að fylgjast með áframhaldinu. Ætla má að bilið haldi áfram að minnka en sjálfsagt lenda menn fyrr en síðar í ákveðnum skilgreiningarvandræðum þar sem miðlar eru meira og meira að renna saman í eitt.

Hugi Sævarsson.

Heimild: NielsenWire, apríl 2012.