Frosti JónssonÍslendingar eru mikil internet þjóð. Við verjum miklum tíma á netinu og yfir 95% landsmanna hefur aðgang að netinu heima hjá sér. Yfir 75% þeirra sem hafa aðgang að interneti eyða meira en 7 tímum á dag á netinu (Capacent-Gallup). Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva er aðgengi að netinu ekki bundið heimilinu en í dag er u.þ.b. helmingur allra heimsókna á Facebook í gegnum slíkar græjur. Samkvæmt könnun Capacent-Gallup (2011) segist um þriðjungur fólks á aldrinum 12-80 ára eiga snjallsíma en hæst er hlutfallið í aldurshópnum 35-44 ára (Capacent-Gallup, 2011) íslendingar eru miklir Facebook notendur.

Flestir á Facebook og allir að Gúggla

Í kringum 80% landsmanna 13 ára og eldri eru skráðir á Facebook þó hlutfall virkra notenda sé eitthvað lægra. Þetta hlutfall er óvíða hærra í nágrannalöndunum. Í nýlegri könnun MMR er spurt er um daglega notkun á Facebook. Þar segist yfir 65% fólks á aldrinum 16-67 nota Facebook daglega eða oftar.

Þegar spurt er um vikulega notkun eða oftar svara í kringum 90% því til að þeir noti Facebook (Könnun MMR, janúar 2012). Google og Youtube eru einnig meðal vinsælustu vefsíðna landsmanna.

Dagleg notkun miðla

Tæp 65% fólkst á aldrinum 18-67 segjast fara daglega á Google og fjórðungur fólks segist fara á YouTube. Aðrar leitarvélar (Bing, Yahoo) komast ekki með tærnar þar sem Google hefur hælana. Svo má ekki gleyma því að YouTube er næst vinsælasta leitarvéling á Íslandi.

Fylgstu með Birtingahúsinu á Facebook

 

© Frosti Jónsson, 2012