Birtingahúsið var á dögunum heiðrað sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum síðastliðins árs. Þetta er staðfest með ítarlegri úttekt CreditInfo á öllum skráðum fyrirtækjum landsins í Hlutafélagaskrá.

Ríflega 32.000 fyrirtæki eru þar skráð en einungis innan við 1% þeirra uppfylla þau ströngu skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að hljóta útnefninguna.

Vottun sem þessi tíðkast víða erlendis, og eru skilyrðin þá yfirleitt ekki jafn ströng. Hér á landi er meðal annars lagt til grundvallar að minna en 0,5% líkur séu á alvarlegum vanskilum, rekstrarafgangur sé jákvæður þrjú ár í röð og eiginfjárstaða 20% eða hærri síðastliðin þrjú ár.

Birtingahúsið er eina birtingafyrirtækið sem er á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár.

Nánari upplýsingar um málið má finna á heimasíðu CreditInfo, www.creditinfo.is.

 Á myndinni má sjá Huga Sævarsson, framkvæmdastjóra Birtingahússins, taka við viðurkenningunni frá Magnúsi Þór Scheving fulltrúa CreditInfo.