Hugi SævarssonÁr hvert birtir Interbrand í samvinnu við Bloomberg Busniessweek lista og úttekt á 100 verðmætustu alþjóðlegu vörumerkjunum. Sem fyrr er það Coca-Cola sem trónir á toppnum, og litlar breytingar eru á sætaskipan tíu efstu. Hér fyrir neðan má sjá sætaskipan 10 verðmætustu. Apple er eina vörumerkið sem er nýtt á listanum, hin merkin voru í nákvæmlega sömu sætum í fyrra en Nokia fellur úr 8. sætinu í það fjórtánda.

Ýmislegt er athyglisvert í úttektinni. Meðal annars má nefna að flest tækni- og samskiptavörumerkin bæta hressilega við sig. Stóru löndin, Kína og Indland, sækja verulega í sig veðrið. Frumkvæði og forysta á þeim mörkuðum skiptir verulegu máli, ekki síst ef horft er til vaxtatækifæra í framtíðinni. Í fjölmiðlaumhverfinu er klárt að „valdataflið“ er að breytast. Fólk á auðveldara að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í að móta umhverfið, meðal annars með samfélagsmiðlunum (Twitter, Facebook og fl.). Tvö vörumerki koma inn á listann yfir þau 100 verðmætustu í fyrsta sinn; HTC og John Deere (vinnuvélar, tæki og fl.).  Nissan kemur aftur inn á hann eftir stutta fjarveru.

 

10 verðmætustu vörumerkin 2011 (í milljónum dollara)

Sæti Vörumerki Verðmæti Vs. 2010
1.

Coca-Cola

71.861

2%

2.

IBM

69.905

8%
3. Microsoft

59.087

-3%

4. Google

55.317

27%

5. GE

42.808

0%

6. McDonalds

35.593

6%

7. Intel

35.217

10%

8. Apple

33.492

58%

9. Disney

29.018

1%

10. Hewlett-Packard

28.479

6%

 

 

Interbrand mælir og verðmetur vörumerki út frá ýmsum þáttum, bæði innri og ytri. Fjárhagsleg staða skiptir miklu á meðan aðrir þættir hafa minna vægi. Dæmi um innri þætti eru viðbragðsflýtir (t.d. hve fljótt er brugðist við breytingum á mörkuðum), vernd (lagaleg vernd, einkaleyfi og fl.), aðgreining (e. differentiation) og áhrif (umtal og álit ólíkra hópa gagnvart vörumerkinu).

____________
Heimild & nánari upplýsingar: Best Global Brands 2011