Lovísa ÁrnadóttirLovísa Árnadóttir, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu hefur mikinn áhuga á fréttum og samfélagsmiðlum en áður en Lovísa gekk til liðs við Birtingahúsið starfaði hún á fréttastofu RÚV m.a sem íþróttafréttamaður, almennur fréttamaður og ritstjóri.

Lovísa lauk nýverið meistaraprófi í blaða- og fréttamennsku. Í meistararitgerð sinni fjallaði Lovísa um Facebook sem fréttamiðil undir yfirskriftina "Ég frétti það á Facebook, Vinsældir frétta á stærsta samfélagsvef heims"

Ritgerðin byggir á tvíþættri megindlegri rannsókn. Annarsvegar í hversu miklum mæli háskólanemar nota Facebook til að afla sér frétta og dreifa þeim og hvers konar efni þeir dreifa helst. Hinsvegar hvers konar fréttir fá flestar tilvísanir frá Facebook á mbl.is. Niðurstöðurnar eru svo bornar saman við vinsælustu fréttir annarra lesenda.

Niðurstöðurnar sýna fram á að háskólanemar eru duglegir við að dreifa fréttaefni á Facebook og að lesa það sem aðrir deila. Afþreyingarefni er í meirihluta þess efnis sem þeir dreifa, en hefðbundnar fréttir fá lítið pláss. Afþreyingarefni er þar að auki í miklum meirihluta þess efnis sem fær flestar tilvísanir frá Facebook. Rannsóknin sýnir fram á að það margborgar sig fyrir veffréttamiðla að bjóða upp á „Líkar―- takka, því tilvísunum frá Facebook hefur fjölgað gríðarlega með tilkomu hans.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér efni rannsóknarinnar geta nálgast hana á vef Skemmunar