Velta á auglýsingamarkaði dróst saman um 5% milli áranna 2007 og 2008 en samdrátturinn milli áranna 2008 og 2009 var um 26%1. Veltan árið 2008 var um 10,2 milljarðar en var 7,6 milljarðar árið 2009. Ekki liggja fyrir veltutölur fyrir árið 2010 en spá okkar gerir ráð fyrir viðsnúningi og að auglýsingavelta aukist um 10-13% milli ára og verði nálægt 8,5 milljörðum árið 2010.

Hlutdeild miðla, þróun undanfarinna ára

Árið 2009 fer hlutdeild dagblaða í fyrsta skipti undir 50% og er rétt rúm 48%, dregst saman um 7,6% milli ára. Aðrir miðlar juku hinsvegar hlutdeild sína þó velta milli ára dragist saman.

Hlutdeild útvarps á auglýsingamarkaði var 16,7% og jókst um 3,1%, hlutdeild netmiðla var um 6,2% og jókst um 2,3%, hlutdeild sjónvarps var 26,9% og jókst um 1,8%.

Þróun undanfarinna ára og alþjóðlegur samanburður

Dagblöð taka til sín stærstan hluta veltunnar á íslenskum auglýsingamarkaði og hlutdeild þeirra er mun hærri á Íslandi en á heimsvísu. Á tímabilinu 1996-2008 hefur hlutdeild dagblaða aldrei farið undir 50% og var hæst tæp 62% af veltu auglýsingamarkaðarins árið 2008.

Bent hefur verið á að prentmiðlar hafa yfirleitt sterka stöðu í þeim löndum eða mörkuðum þar sem sjónvarp nær seint almennri útbreiðslu. Þannir hefur staða prentmiðla verið sterk á norðurlöndunum (allt að 40% hlutdeild) nema á Íslandi þar sem hlutdeild dagblaða hefur verið enn hærri.

Miðlar Global Ísland

Fréttablöð

24.2% 48.2%

Útvarp

7.7% 16.7%

Sjónvarp

36.8% 26.9%

Tímarit

10.5% -
Kvikmyndahús 0.6% 1.9%
Útimiðlar 5.4%

-

Netmiðlar 14.8% 6.2%