Netauglýsingar

 • Nýleg rannsóknsýnir fram á sterka fylgni milli Twitter og sjónvarpsáhorfs. „Sjónvarpstíst“ er greinilegur áhrifavaldur á áhorf. Þetta kemur meðal annars fram í umfjöllun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið Nielsen birti í síðustu viku og tekur mið af Bandaríkjamarkaði. Þrjátíu og tvær milljónir manns „tístuðu“ eitthvað um sjónvarp á liðnu ári í Bandaríkjunum. Það er um 10% íbúa sem telst dágott úrtak. Twitter er því orðið eitt af mikilvægustu og eftirtektaverðustu könnunarbreytunum þar í landi og víðar.

 • Fjölmargir viðskiptavinir Birtingahússins nýttu sér BH Adserving þjónustu okkar á síðasta ári en með Adservinger hægt að stýra auglýsingabirtingum á netinu með markvissum hætti og mæla árangur. Heildarfjölda birtinga (e. impressions) í Adserving á síðasta ári var um 390 milljónir sem skilaði um 365 þúsund smellum. Þessir smellir hafa skilað viðskiptavinum okkar að meðaltali 22% af allri umferð inn á vefsíður þeirra á árinu.

 • Fjórðungur netauglýsinga sem voru í umsjón Birtingahússins á síðasta ári (2014) og birtust á íslenskum og erlendum vefmiðlum (Display Networks, RTB) birtust í farsímum eða spjaldtölvum. Árið 2014 voru 75% birtinga í borð- og fartölvum, um 14% birtinga voru í spjaldtölvum og 11% voru í snjallsímum.

 • BH Adserving er ný þjónusta sem Birtingahúsið býður viðskiptavinum sínum uppá í samstarfi við Adform.  Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur, besta birtingar auglýsingaborða og afla ítarlegra upplýsinga um árangur. Adserving Birtingahússins er mikil framför fyrir auglýsendur sem vilja ná árangri og hámarka arðsemi auglýsingabirtinga á netinu. Löng reynsla er af adserving erlendis og löngu tímabært að bjóða uppá sambærilega þjónustu hér á landi eins og best gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

  Hvernig mælum við árangur netbirtinga?

  Fjöldi smella (clicks) er gjarnan sá mælikvarði sem stuðst hefur verið við þegar árangur auglýsingabirtinga (auglýsingaherferða) á netinu er metinn. Rannsóknir benda hinsvegar til þess að málið sé ekki alveg svona einfalt. Mælikvarðar eins og fjöldi birtinga, smellir og smellhlutfall veiti takmarkaðar upplýsingar um árangur herferða og séu jafnvel misvísandi.

 • Það er áhugavert að taka saman árangur vefauglýsinga á síðasta ári og bera saman við árið á undan. Á liðnu ári (2015) voru ríflega fjórðungur birtinga (impressions) á erlendum vefmiðlum (Display Network, RTB, Google auglýsingar), en ef rýnt er í árangurinn af þessum birtingum kemur í ljós að erlendir vefmiðlar skila færri smellum (13.4%) og hafa lægra smellhlutfall en birtingar á innlendum vefmiðlum. Ennfremur skila birtingar á erlendum vefmiðlum færri sölum (conversions) en birtingar á innlendum vefmiðlum. Þessar upplýsingar er mikilvægt að hafa í huga áður en farið er af stað og að markmið herferða séu skýr: er markmiðið að auka dekkun, fjölga heimsóknum á vef eða auka sölu svo eitthvað sé nefnt.

 • Á síðasta ári innleiddi Birtingahúsið nýja þjónustu fyrir viðskiptavini, sk. stafræna miðlun auglýsingaborðaeða BH Adserving, en þjónustan miðar að því að stýra herferðum á netinu með markvissari hætti en áður hefur verið mögulegt og mæla árangurinn af þeim. Það er margt áhugavert sem kemur í ljós þegar rýnt er í tölur liðins árs um árangur herferða á netinu. 

  Á tímabilinu 1. júlí 2012 til 31. desember 2012 var heildarfjöldi birtinga í adserving um 66 milljón talsins sem skiluðu 185 þúsund smellum sem er um 0.28% smellhlutfall. Ef litið er til einstakra miðla og auglýsingaplássa kemur í ljós mikill munur á árangri t.d. ef horft er til smellhlutfalls og sýnilegra birtinga (in-screen). Sá miðill sem skilaði hæsta smellhlutfalli (meðaltal allra herferða) var með um 0,38% smellhlutfall (CTR) en smellhlutfall þess miðils sem kom lakast út í þessum samanburði var með um 0,06% (CTR). Þegar einsök auglýsingapláss eru skoðuð var smellhlutfallið hæst 1,22% en lægst 0,01%.

 • Töluverð umræða hefur verið um auglýsingar á erlendum vefmiðlum, stundum nefnt „Google auglýsingar“. Réttara væri þó að tala um Display auglýsingar þar sem verið er að birta auglýsingar á vefsíðum sem tilheyra fleiri auglýsingaveitum (Display Networks) en Google. Erlendis er gjarnan talað um RTB auglýsingar sem stendur fyrir Real Time Bidding. Þó umræðan hafi verið áberandi um auglýsingar á þessum auglýsingaveitum hefur minna farið fyrir umræðu um árangurinn sem þessar birtingar skila í samanburði við auglýsingar á innlendum vefmiðlum.

 • Samkvæmt nýlegri rannsókn þurfa auglýsingar á netinu að birtast í að minnsta kosti 14 sekúndur eigi þær að skapa eftirtekt. Í rannsókninni voru tengsl sýnileika (viewability), áhorfs (gaze time) og þéttleika auglýsinga (clutter) skoðuð með tilliti til þess hvernig fólk gekk að muna (recall) eftir auglýsingum.

 • Það má með sanni segja að það hafi verið Googledagar hjá okkur í Birtingahúsinu. Alla þessa viku var góður gestur frá Google í heimsókn, Robin Falkowski.  Í ágúst síðastliðnum byrjaði Google að styðja við og þjónusta íslenska markaðinn og er heimsókn hans tilkomin vegna þessa. Það er því mikill heiður að Birtingahúsið fái slíka heimsókn og athygli þessa stórfyrirtækis, fyrst birtingahúsa hér á landi.
   
 • Lovísa ÁrnadóttirLovísa Árnadóttir, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu hefur mikinn áhuga á fréttum og samfélagsmiðlum en áður en Lovísa gekk til liðs við Birtingahúsið starfaði hún á fréttastofu RÚV m.a sem íþróttafréttamaður, almennur fréttamaður og ritstjóri.

  Lovísa lauk nýverið meistaraprófi í blaða- og fréttamennsku. Í meistararitgerð sinni fjallaði Lovísa um Facebook sem fréttamiðil undir yfirskriftina "Ég frétti það á Facebook, Vinsældir frétta á stærsta samfélagsvef heims"

 • Ekki setja öll eggin í sömu körfuna er ágætis heilræði sem á vel við þegar huga skal að auglýsingabirtingum og miðlavali. Val á miðlum fer auðvitað eftir markmiðum herferða og markhópunum sem höfða á til (auk ýmissa fleiri þátta) en einnig þarf að huga að því hvaða miðlar henta til að koma skilaboðunum á framfæri. Að öllu jöfnu má þó segja að skynsamlegt sé að nota fleiri miðla en færri. Vægi einstakra miðla (eða miðlategunda) ræðst því af markmiðum herferðarinnar og því hvernig er best og hagkvæmast að ná til markhópsins. Gerð birtingaáætlana snýst nefnilega um að nýta fjármuni skynsamlega, tryggja vörumerkjum nauðsynlegt áreiti og að ná sem mestum árangri með sem lægstum tilkostnaði.

 • Það er mikilvægt að huga að leitarherferðum samhliða birtingum í öðrum miðlum svo sem dagblöðum og sjónvarpi. Stór hluti fólks sem horfir á sjónvarp leitar að auglýstum vörum á netinu. Það er því mikilvægt að fyrirtæki hugi að þessum hluta markaðsstarfsins og hvernig samspili netmiðla og gamalgróinna miðla er háttað.

 • Fjölmiðlanotkun hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og hafa útgefendur dagblaða og tímarita sannarlega fundið fyrir þeim breytingum. Þessi þróun sést vel ef skoðaðar eru tölur um meðallestur og einnig ef við rýnum í tölur um auglýsingaveltu.

 • Það er ekki alltaf á vísan að róa þegar auglýsingaborðar eru settir á vefsíður og upplýsingar um árangur oft afar takmarkaðar. Hver kannast ekki við að sitja fyrir framan tölvuna og "refresha" í tíma og ótíma til að ganga úr skugga um að auglýsingaborðinn sé kominn í loftið.

 • Það eru ótalmargir þættir sem hafa áhrif á sýnileika fyrirtækja í leitarvélum eins og Google og Bing. Auk tæknilegra hluta sem snúa að vefsíðunni sjálfri þá hafa þættir eins og efnistök, vísanir (external links) og vinsældir (fjöldi heimsókna á vef) áhrif á sýnileika. Google MyBusines eitt af því sem fyrirtæki gleyma stundum og gætu nýtt betur og aukið sýnileika, einkum í Google leitarvélinni.

  Google MyBusiness

  Google MyBusiness er einn þeirra miðla sem fyrirtæki gleyma gjarnan en ættu að horfa til og í mörgum tilvikum nýta betur. Upplýsingar sem fyrirtæki setja inn á Google MyBusiness (hluti af Google) skila sér í leitarniðurstöðum á Google leitarvélinni og Google Maps, og er því mikilvægt að þessar upplýsingar séu áreiðanlegar og uppfærðar reglulega.

  Umsagnir á Google MyBusiness - Google Reviews

  Umsagnir á Google eru einnig gífurlega verðmætar og ættu fyrirtæki að huga að því hvernig hægt sé að fá viðskiptavini til að skilja eftir umsögn um fyrirtækið og þjónustuna sem það veitir. Fyrrtæki sem eru með margar jákvæðar umsagnir eru nefnilega líklegri til að birtast ofar en keppinautar þegar leitað er í Google Maps.

  Reglubundnar færslur á Google MyBusiness

  Google MyBusiness er kjörinn vettvangur til að miðla efni með sambærlilegum hætti og þegar settar eru inn greinar á samfélagsmiðla. Google umbunar fyrirtækjum sem eru dugleg að nýta MyBusiness og setja reglulega inn nýtt og ferskt efni með sem getur skilað auknum sýnileika í leitarniðurstöðum Google, enda hvorutveggja hluti af Google. Það ætti því að vera hluti af rútínunni að setja inn nýjar færslur á Google MyBusiness samhliða því að deila efni á Facebook, Twitter, LinkedIn og Instagram. 

  Höfundur: Frosti Jónsson

   

 • Google hefur uppfært Google Analytics og gengur það núna undir heitinu Google Analytics 4 property. Það er mikilvægt að öll fyrirtæki sem nýta sér Google Analytics vefmælingar (en þetta á við um nánast öll fyrirtæki á landinu) uppfæri Analytics úr núverandi uppsetningu yfir í nýjar vefmælingar, GA4.

 • Gera má ráð fyrir mikilli aukningu netauglýsinga í ár sem og síðustu ár, en fyrirtæki á svokölluðum adtech markaði eru með þeim framsæknustu í heiminum í dag og hafa margfaldast í vexti á undanförnum árum. Segja má að þessi þróun sé stöðugt að breyta þeim samskiptum sem eiga sér stað á milli auglýsenda og neytenda, en gert er ráð fyrir að umfang netauglýsinga sem keyptar eru með kerfisbundnum hætti á einhvern hátt nemi allt að 50% á heimsvísu í dag af heildarveltu á auglýsingamarkaði. En hvað eru kerfisbundin auglýsingakaup?
   
 • Það er vitað mál að umferð og notkun ýmissa miðla og forrita á netinu hefur vaxið gríðarmikið undanfarin misseri og ár. Meiri vinnsluhraði, þekking, útbreiðsla (m.a. með tilkomu fleiri tækja, s.s. snjallsíma og spjaldtölva) og fleira er meðal  þess sem ýtir undir þennan vöxt.  Upplýsingar um notkun og stöðu helstu miðla í dag verður að öllum líkindum úrelt á morgun. Engu að síður er ágætt að staldra við endrum og eins og reyna að átta sig á þróuninni, hvað þessi „heimur“ er í raun orðinn stór og umfangsmikill.
   
 • Vefkökur (Cookies) munu brátt heyra sögunni til og auglýsendum munu verða settar þrengri skorður varðandi gagnaöflun og notkun á gögnum frá ótengdum aðilum í markaðsstarfi. Hvernig eru fyrirtæki í stakk búin að takast á við þessar breytingar og hvaða skref þurfa fyrirtæki að stíga til að takast á við þetta breytta landslag? Eða skiptir þetta kannski engu máli?

 • Af hverju birtist vefsíðan mín ekki í leitarniðurstöðum? Hvað getum við gert til að vera sýnilegri á leitarvélum? Þetta eru algengar spurningar en flestir stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir mikilvægi þess að birtast ofarlega í niðurstöðum leitarvéla. Því ofar, því betra. Leitarvélar (Google, Bing) eru mikilvægur og nánast órjúfanlegur hluti í kaupferlinu og langflestir neytendur nýta sér leitarvélar á einhverjum tímapunkti þegar finna skal upplýsingar um vörur og þjónustu og versla á netinu.

  Leitarvélabestun skiptir máli

  Leitarvélabestum(Search Engine Optimization) snýst um að hámarka sýnileika í leitarniðurstöðum leitarvéla (náttúrulegar leitarniðurstöður, organic search). Til þess að svo megi vera þarf að huga að ýmsum þáttum sem hafa áhrif á sýnileika, þ.e. hversu ofarlega í leitarniðurstöðum vefurinn birtist. Sumir þessara þátta eru tæknilegir og snúa að virkni vefs en aðrir snúa að innihaldi vefsi, þ.e. efni sem er á vefnum (texti) og fjölda vísana á vef, ekki síst gæði þeirra vefsíðna sem vísa á vef (linkar). Það hversu vel vefur er bestaður fyrir leitarvélar hefur svo bein áhrif á þann árangur sem hægt er að ná með keyptum auglýsingum samhliða leitarniðurstöðum (leitarherferðir í Adwords og Bing). Því er mikilvægt að huga að leitarvélabestun samhliða leitarherferðum.

  Snjalltækjavæddur heimur

  Í snjalltækjavæddum heimi er mikilvægt að vera með snjalltækjavænar vefsíður (mobile friendly, responsive). Fyrirtæki geta ekki horft framhjá þeirri staðreynd að neytendur afla sér upplýsinga á ferð og flugi með símann á lofti. Tíminn er líka knappur og fólk hefur litla þolinmæði gagnvart vefsíðum sem virka ekki sem skildi á slíkum tækjum og leita fljótt annað ef síðurnar skala sig ekki að þeim skjá sem fólk er að nota eða ef vefsíður eru lengi að birtast. Í tölum frá Google kemur í ljós að það tekur um 22 sekúndur að meðaltali að hlaða niður vefsíðu á snjalltæki en á sama tíma yfirgefur 53% notenda síðurnar taki það lengur en 3 sekúndur að hlaðast niður [1]. M.ö.o. alltof margar vefsíður eru í senn of þungar, flóknar og of hægar í snjalltækjum, notendum til mikils ama (sjá mynd).

  Áhrifin á upplifun notandans eru augljós og kemur meðal annars fram í lakari árangri þegar kemur að sölu á netinu [2] Fyrirtæki þurfa að tryggja að vefsíður séu að birtast rétt óháð endabúnaði og fyrirtæki sem eru með óskalanlegar vefsíður (ekki responsive) þurfa að setja í forgang að breyta því. Við í Birtingahúsinu höfum fylgst náið með þessari þróun undanfarin ár. Hlutfall birtinga á snjalltækjum er sífellt að aukast sem og hlutfall sölu á snjalltækjum. Notendur eru í síauknum mæli að klára kaup í gegnum snjalltæki og þetta hlutfall á örugglega eftir að aukast þegar fram í sækir. Fyrirtæki þurfa að huga að þessari þróun og bregðast við henni.

  Sjá nánar:

  [1] https://www.thinkwithgoogle.com/articles/mobile-page-speed-new-industry-benchmarks.html

  [2] https://www.thinkwithgoogle.com/articles/mobile-page-speed-load-time.html

  [3] http://birtingahusid.is/greinar/50-greinar/290-netid-i-tolum-birtingar-arsins-2016

   

Síða 1 af 3