Fréttir

 • Í liðnum mánuði birti VR niðurstöður árlegrar könnunar sinnar um fyrirtæki ársins. Í þessari lang stærstu vinnumarkaðskönnun landsins eru starfsmenn fyrirtækja beðnir um að leggja mat sitt á helstu lykilþætti í vinnuumhverfi sínu. Það er skemmst frá því að segja að Birtingahúsið er enn og aftur eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR. Af þeim 263 fyrirtækjum sem uppfylltu þátttökuskilyrðin hljóta einvörðungu 30 þennan heiður.

 • Agnar Freyr hóf störf hjá Birtingahúsinu snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins.

 • Birtingahúsið var í liðinni viku heiðrað af CreditInfo sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum síðastliðins árs. Það staðfestir ítarleg úttekt á öllum skráðum fyrirtækjum landsins í Hlutafélagaskrá.

  Ríflega 32.000 félög eru þar skráð en aðeins um 1% þeirra uppfylla þau ströngu skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að hljóta útnefninguna.

 • Birtingahúsið var á dögunum heiðrað sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum síðastliðins árs. Þetta er staðfest með ítarlegri úttekt CreditInfo á öllum skráðum fyrirtækjum landsins í Hlutafélagaskrá.

  Ríflega 32.000 fyrirtæki eru þar skráð en einungis innan við 1% þeirra uppfylla þau ströngu skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að hljóta útnefninguna.

 • Við erum afar stolt af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja. Sjötta árið í röð stenst Birtingahúsið skilyrði Creditinfosem þurfa að vera til staðar til að hljóta þessa nafnbót.  Aðeins 1,7% fyrirtækja á Íslandi hlutu stimpilinn í ár. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að hafa  skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð, eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð, eignir þurfa að minnsta kosti að nema 80 milljónum þrjú ár í röð og framkvæmdastjóri þarf að vera skráður í hlutafélagaskrá. Þar að auki þarf fyrirtækið að vera virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo. Birtingahúsið þakkar samstarfsaðilum þennan góða árangur, og auðvitað vonumst við til að ná þessu aftur að ári.

 • Birtingahúsið var á dögunum valið eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum landsins í víðtækri vinnumarkaðskönnun VR. Gríðarlega ánægjuleg niðurstaða og staðfesting á því að það er gott og gaman að vinna hjá Birtingahúsinu. Það sem mælt er í könnuninni er meðal annars ímynd fyrirtækisins, sveigjanleiki í vinnu, launakjör, vinnuskilyrði og starfsandi. Allir þessir þættir komu vel út og hækkaði meðaleinkuninn á milli ára og starfsandinn í hæstu hæðum.

 • Það er virkilega ánægjulegt að segja frá því að samkvæmt ítarlegri vinnumarkaðskönnun VR þá er Birtingahúsið á meðal Fyrirmyndarfyrirtækja landsins.  Könnunin var framkvæmd í byrjun árs og niðurstöður hennar kynntar við veglega athöfn sem fram fór í Hörpu  12. maí.  
   
 • Fyrir nokkru hlaut Birtingahúsið viðurkenningu frá VR fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki. Um er að ræða niðurstöðu árlegrar könnunar sem gerð er á meðal VR-félaga, þar sem þeir eru beðnir um að svara ákveðnum spurningum er tengjast sínum vinnustað. Meðal þátta sem eru mældir er ímynd fyrirtækis, trúverðugleiki stjórnenda, launakjör og starfsandi.

 • Sjöunda árið í röð hlýtur Birtingahúsið viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja.  Virkilega ánægjulegt í alla staði, en þess má geta að einungis 2,2% fyrirtækja landsins uppfylla skilyrðin sem sett eru til að öðlast þessa nafnbót. Jón Heiðar Gunnarsson og Hugi Sævarsson tóku stoltir við viðurkenningunni á sérstökum hátíðarviðburði sem Creditinfo hélt í vikunni í Hörpu.

 • Birtingahúsið hefur undanfarin ár styrkt góðgerðarmálefni í stað þess að senda samstarfsfélögum jólakort eða gjafir.  Á því er engin breyting í ár og völdu starfsmenn félagsins að styðja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur (sjá upplýsingar á www.kraftur.org).  Á meðfylgjandi mynd má sjá Írisi Hrund Bjarnadóttur frá Birtingahúsinu og Ragnheiði Davíðsdóttur frá Krafti sem tók á móti styrknum, Canon prentbúnaði og fylgihlutum sem hafði verið á óskalistanum.
 • Líkt og undanfarin ár styrkir Birtingahúsið gott málefni um jólin. Í ár styrkir Birtingahúsið Píeta samtökin. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Birtingahúsið sendir öllum nær og fjær innilegar hátíðarkveðjur með óskum um farsæld á nýju ári. Innilegt þakklæti fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Mynd: Á myndinni með Huga og Ívari er Lora Elín Einarsdóttir félagsráðgjafi hjá Píeta.

 • Líkt og fyrri ár þá styrkir Birtingahúsið góðgerðarmálefni í stað þess að senda jólakort eða gjafir. Í ár völdu starfsmenn félagsins að styðja ráðgjafamiðstöðina Sjónarhól með veglegum tölvubúnaði frá Lenovo. Sjónarhóll veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.


  Við viljum nýta tækifærið og senda öllu okkar samtarfsfólki og félögum hugheilar jóla- og nýárskveðjur, með innilegum þökkum fyrir árið sem er að líða. Vonum að komandi ár verði ykkur farsælt.

  Gleðilega hátíð!

  Starfsfólk Birtingahússins

  Mynd: María Hildiþórsdóttir frá Sjónarhóli og Þorgrímur Ingason frá Birtingahúsinu

 • Birtingahúsið hefur undanfarin ár haft þann háttinn á að styrkja eitthvað gott málefni skömmu fyrir jól, í stað þess að senda jólakort/gjafir til samstarfsaðila. Í ár kusu starfsmenn Birtingahússins að styðja Umhyggju en félagið starfar að því að bæta hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Birtingahúsið þeim smá peningastyrk auk þess að aðstoða þau með kaup á húsbúnaði fyrir orlofshúsin sem þau reka. Á myndinni er Ívar Gestsson frá Birtingahúsinu og Ragna K. Marínósdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju sem tók við styrkveitingunni í morgun. Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og vonum að komandi ár verði skemmtilega gott.

   

 • Fyrir jólin hefur Birtingahúsið haft þann sið að styrkja gott málefni. Kemur það í stað jólakorta eða gjafa til samstarfsaðila. Engin breyting á þessu fyrirkomulagi enda mikil kátína hjá öllum með það. Í ár styður Birtingahúsið forvarnarverkefnið Útmeð'a sem er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra karlmanna.

 • Það má með sanni segja að það hafi verið Googledagar hjá okkur í Birtingahúsinu. Alla þessa viku var góður gestur frá Google í heimsókn, Robin Falkowski.  Í ágúst síðastliðnum byrjaði Google að styðja við og þjónusta íslenska markaðinn og er heimsókn hans tilkomin vegna þessa. Það er því mikill heiður að Birtingahúsið fái slíka heimsókn og athygli þessa stórfyrirtækis, fyrst birtingahúsa hér á landi.
   
 • Duglegi og smekkvísi bókarinn okkar, Selma Thorarensen, átti sannkallað stórafmæli um síðustu helgi. Samstarfsmenn létu það að sjálfsögðu ekki framhjá sér fara og tóku á móti henni með sérstöku afmælismorgunkaffi á föstudaginn. Við bættist svo góður hádegisverður á svölunum okkar yfir einum góðum drykk eða svo. Selmu var að lokum hleypt út í afmælishelgina með góðum kveðjum og gjöfum. Óskum Selmu enn og aftur til hamingju með afmælið, og biðjum hana um að njóta vel! Mynd: Selma Thorarensen fagnaði 50 ára afmæli sínu 7. júní.

 • Í liðnum mánuði tilkynnti Creditinfo hvaða íslensk félög næðu inn á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013. Einungis 1,4% af öllum skráðum félögum á Íslandi hlotnast þessi heiður - ná að uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur. Það er skemmst frá því að segja að Birtingahúsið er í þessum ágæta hópi, þriðja árið í röð. Til að standast matið þurfa félög meðal annars að uppfylla eftirfarandi: Að minna en 0,5% líkur séu á alvarlegum vanskilum, að eiginfjárhlutfall sé a.m.k. 20% eða meira síðastliðin þrjú rekstrarár, að ársniðurstaðan sé jákvæð síðastliðin þrjú ár og að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

 • Sendum viðskiptavinum og samstarfsfólki Birtingahússins hugheilar jóla- og nýaárskveðjur Við þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Jólastyrkur Birtingahússins rennur í ár til Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Hátíðarkveðjur - Starfsfólk Birtingahússins.

 • Í gær, 1. október, var sérstakur „Írisardagur" í Birtingahúsinu. Því var fagnað vel og innilega að hún hefur starfað í slétt 10 ár hjá félaginu og passað vel upp á bók- og reikningshald fyrirtækisins og sína viðskiptamenn. Samstarfsmenn gefa Írisi sína bestu einkunn. Hún er einstaklega nákvæm, úrræðagóð og afkastamikill starfskraftur.

  Í tilefni þessa tímamóta var vel við hæfi að heiðra góðan vinnufélaga. Íris var send í dekur og hitti síðan vinnufélaga sína á góðum veitingastað í hádeginu. Þar var henni afhent verðskuldað frí með WOWair ásamt góðum minjagrip.

  Starfsmenn, eigendur og stjórn Birtingahússins þakka Írisi kærlega fyrir árin tíu og biðja hana vinsamlegast um að njóta vel og innilega.

 • Ívar Gestsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Birtingahússins. Hann útskrifaðist með BS-próf í viðskiptafræði og MS-gráðu í viðskiptafræði og fjármálum frá Háskóla Íslands. Ívar hefur undanfarin ár gegnt starfi birtingastjóra og unnið við birtinga- og markaðsráðgjöf fyrir mörg af þekktustu og verðmætustu vörumerkjum landsins, bæði innlend og erlend. Þeirra á meðal Volkswagen, H&M, ELKOTM og Saffran

Síða 1 af 2