Birtingaráðgjöf

  • Mikil umræða hefur verið að undanförnu um digital media, netbirtingar, Facebook birtingar, Google Display birtingar, Adwords og fleira. Þó mesta buzzið sé með nýmiðlum má þó ekki gleyma hinum „hefðbundnu“ miðlum eins og sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Þessir miðlar eru ennþá meginuppistaðan í birtingaáætlunum flestra fyrirtækja og þeir miðlar sem eru best mældir á Íslandi í dag.

  • Vörumerkisvitund og vörumerkisímynd er uppspretta vörumerkjavirðis. Vörumerkisvitund vísar til þess hversu kunnuglegt vörumerki er, t.d. hversu oft og auðveldlega vörumerki kemur upp í huga neytenda við mismunandi kringumstæður. Vörumerkisímynd vísar til þeirra huglægu tenginga sem vörumerkið vekur í huga neytenda, t.d. við hvaða tilefni á að nota vöruna, hvað einkennir notendur hennar, persónuleika vöru, ávinningin sem hún færir notendum og svo framvegis (Keller, Apéria og Georgson, 2008).

  • Þegar kemur að því að nýta auglýsingamöguleika netsins virðist eins og íslensk fyrirtæki séu ekki alveg með á nótunum. "Ef við skoðum markaðsstarf á Íslandi kemur í ljós að hlutdeild netmiðla er aðeins um 5-6% en algengt er að sjá tölur í kringum 18-25% í Skandinavíu og Vestur-Evrópu," segir Frosti Jónsson, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu.

Síða 2 af 2