Adform ID Fusion

Adform, samstarfsaðili birtingahússins, hlaut nýverið The Drum’s Digital Advertising Award fyrir innleiðingu Adform ID Fusion lausn sinni en Birtingahúsið notar adserving hugbúnaðarlausn Adform til að takast á við breytt umhverfi í stafrænu umhverfi auglýsinga. Þá var Adform valið Customers’ Choice for Ad Tech 2022 af Gartner Peer Insight.

Umsjón, eftirfylgni og bestun auglýsinga á netinu er áskorun fyrir auglýsendur og birtingahús. Fjölmiðlaumhverfið er fjölbreytilegt, miðlarnir margir og ólíkir og erfitt getur reynst að samþætta herferðir þvert á miðla, nýta gögn til að auka gæði herferða og mæla árangur með áreiðanlegum hætti. Þá setur brotthvarf á vefkökum (Cookies) auglýsendum þrengri skorður varðandi gagnaöflun og notkun gagna (frá þriðja aðila) í markaðsstarfi og innleiðing á lausnum sem takast á við þetta breytta umhverfi er nauðsynleg.

Tíu ára samstarfsafmæli

Birtingahúsið hefur nýtt lausnir Adform frá 2012 til að stýra auglýsingum á innlendum og erlendum vefmiðlum sem og stafrænum útimiðlum svo sem Billboard og Buzz.
Adserving þjónusta Birtingahússins er ekki einungis forsenda þess að hægt sé að stýra birtingum með markvissari hætti og mæla árangur auglýsinga eftir miðlum, staðsetningu og endabúnaði svo fátt eitt sé nefnt.

ID Fusion lausn Adform hjálpar okkur að takast á við ýmsar aðrar áskoranir sem lúta að gæðum birtinga, endurbirtingum á auglýsingum gagnvart notendum hvort sem það er á innlendum vefmiðlum eða erlendum (Retargeting) og að greina umferð og smelli vélmenna og draga þannig úr kostnaðarsömum auglýsingasvikum (Ad Fraud). Samræmdar mælingar gefa okkur ennfremur ríkulegar upplýsingar sem gagnast okkar viðskiptavinum beint svo sem samanburð á snertiverði og smellkostnaði (CPC), mælingar á smellhlutfalli eða sölu sem hægt er að skoða og greina eftir miðlum, auglýsingaplássum, auglýsingum, vikudögum, tíma dags og fleira og fleira.

Lifandi vöruauglýsingar

Þá hafa sumir viðskiptavina Birtingahússins nýtt sér lifandi vöruauglýsingar (Dynamic Product Ads) sem byggir alfarið á möguleikum adserving þjónustu okkar sem við stýrum í gegnum Adform og ID Fusion. Lifandi vöruauglýsingar birta vörur í auglýsingum sem notendur skoða í vefverslun og skiptir þá engu hvort auglýsingarnar eru birtar á innlendum vefmiðlum eða erlendum vefmiðlum. Ávinningurinn af þessum auglýsingum hefur verið mjög góður en þessar auglýsingar skila að öllu jöfnu mun hærra smellhlutfalli og fleiri sölum pr. birtingar en hefðbundnar vefauglýsingar. 

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur ef þú vilt vita meira um Adserving og bestun auglýsinga á netinu. Þú getur sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða hringt í síma 569 3800 og pantað fund með sérfræðingum okkar.