Birtingahúsið styrkir barnaheill

Birtingahúsið hefur haft þann sið að styrkja gott málefni um jólin. Kemur það í stað jólakorta eða gjafa til samstarfsaðila. Í ár leggur Birtingahúsið Barnaheill lið. Barnaheill, Save the Children á Íslandi, eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Birtingahúsið sendir öllum hlýjar og gleðilegar jólakveðjur með von um farsæld á nýju ári.