Þetta kemur fram á vef Fjölmiðlanefndar sem hefur umsjón með úrvinnslu upplýsinga um skiptingu birtingafjár. Samantekt Fjölmiðlanefdar byggir á úrvinnslu gagna frá ABS-fjölmiðlahúsi, Birtingahúsinu, MediaCom, HN markaðssamskiptum, Bestun birtingahúsi og Ratsjá Media.
Niðurstaða samantektarinnar er sú að stærsti hluti auglýsingakökunnar hér á landi rennur til prentmiðla eða 37,4% birtingafjár. Hluteild birtinga í sjónvarpi er 29,7% og því næst kemur útvarp með 15,4%. Innlendir vefmiðlar fengu 12,3% birtingafjár í sinn hlut en erlendir vefmiðlar 2,6%. Alls rann því 14,9% birtingafjár til vefmiðla árið 2014. Um 2,6% birtingafjár féll svo í flokkinn „annað“.
Þann 3. mars sl. birtum við
grein um hlutdeild miðla á auglýsingamarkaði en mat okkar þá á umfangi og hlutdeild miðla á auglýsingamarkaði er ekki langt frá tölunum sem Fjölmiðlanefndin birtir nú. Það er mikið fagnaðarefni að upplýsingar um ráðstöfun birtingafjár eru nú aðgengilegar og uppi á borðinu, enda mikilvægt að geta fylgst með þróun mála hér á landi og borið okkur saman við það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur.
Tengdar greinar: