Það er okkur mikil ánægja að tilkynna nýjan þjónustuvef Birtingahússins. Honum er ætlað að auðvelda yfirsýn yfir auglýsingabirtingar og það sem er í gangi hverju sinni. Vefurinn virkar fullkomlega á snjallsímum og spjaldtölvum. Það auðveldar aðgengi að upplýsingum hvenær sem er og hvar sem er, sem er krafa nútímans.

Á þjónustuvefnum geta viðskiptavinir nálgast allar birtingaáætlanir sem eru í gangi, skoðað stöðu einstakra verkefna (Samþykkt, Ósamþykkt, Lokið). Með þessu skapast betri yfirsýn yfir verkefni og hvort eitthvað eigi eftir að samþykkja og koma í gang. Einnig er hægt að nálgast allar skýrslur og greiningar sem hafa verið unnar fyrir hvern og einn viðskiptavin, svo sem Samkeppnisgreiningar á auglýsingamarkaði, árangur netbirtinga svo eitthvað sé nefnt.

Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir geti verið sem mest sjálfbjarga að fá yfirsýn yfir það sem er í gangi. Birtingadagatalið skiptir miklu máli fyrir viðskiptavini okkar en þar er með einföldum hætti hægt að fá yfirsýn yfir birtingar framundan, brjóta niður eftir mánuðum, vikum eða einstökum dögum. Hægt er að fá yfirsýn yfir birtingar staka daga ásamt upplýsingum um miðla sem birt er í, stærðir og staðsetningar svo eitthvað sé nefnt. Þá er hægt er að vista dagatal niður sem PDF skjal sem auðveldar viðskiptavinum að deila upplýsingum með samstarfsfólki og auglýsingastofum sem sjá um framleiðslu efnis.