Birna Sif Kristínardóttir ráðgjafi í Birtingahúsinu

Fjölmargir viðskiptavinir Birtingahússins nýttu sér BH Adserving þjónustu okkar á síðasta ári en með Adserving er hægt að stýra auglýsingabirtingum á netinu með markvissum hætti og mæla árangur. Heildarfjölda birtinga (e. impressions) í Adserving á síðasta ári var um 390 milljónir sem skilaði um 365 þúsund smellum. Þessir smellir hafa skilað viðskiptavinum okkar að meðaltali 22% af allri umferð inn á vefsíður þeirra á árinu.

Þetta er töluverð aukning frá árinu áður þegar þjónustan stóð viðskiptavinum Birtingahússins fyrst til boða. Hagræði þjónustunnar er ótvíræð þar sem hún gerir auglýsendum kleift að stýra herferðum á netinu á markvissari hátt með nákvæmum mælingum og virku auglýsingaeftirliti í rauntíma.

Heildarfjöldi birtinga á tímabilinu samanstendur af birtingum á innlendum vefmiðlum sem og birtingum á erlendum vefsíðum með svokölluðum Display auglýsingum (Real Time Bidding). Um 75% allra birtinga voru á íslenskum vefmiðlum og fjórðungur á erlendum.

Smellhlutfall og sýnilegar birtingar

Birtingamynstur þessara miðla eru nokkuð frábrugðin, en að öllu jöfnu er smellhlutfall sem og hlutfall sýnilegra birtinga (e. in-screen) töluvert hærra á innlendum vefmiðlum en á þeim erlendu (display-borða á erlendum vefsíðum). Smellhlutfall Display herferða (RTB) er á bilinu 0,05-0,06% en meðalsmellhlutfall á innlendu miðlunum er í kringum 0,12% sé tekið meðaltal af öllum herferðum síðasta árs. Ef smellhlutfall er skoðað eftir tilteknum vefsvæðum eða plássum eru þau skilvirkustu að skila um 0,5% - 0,8% og stundum hærra en þau lökustu í kringum 0,04%.

Smellhlutfall og sýnileiki

Smellhlutfall getur gefið okkur ákveðna mynd og mælikvarða á hvernig auglýsingaborðar á netinu ná til neytenda en það segir þó ekki alla söguna. Með Adserving höfum við kost á að greina árangur netbirtinga enn ítarlegar t.d. með svokölluðu in-screen hlutfalli eða eiginlegum sýnileika vefborða. Samkvæmt alþjóðlegum mælingum er hlutfall sýnilegra birtinga í kringum 70%. Á árinu voru um 50% vefborða RTB herferða að fullu sýnilegir á skjá en um 60% á innlendum miðlum sé tekið meðaltal af öllum vefplássum. Ef litið er til einstakra vefplássa er þetta hlutfall þó mjög breytilegt eða allt frá 20% upp í 90%.

Birna Sif Kristínardóttir
Ráðgjafi í Netdeild Birtingahússins