Með tilkomu netsins og samfélagsmiðla hefur fjölmiðlalandslagið breyst gífurlega á fáum árum. Kúnninn hefur gríðarlegt val í hinum stafræna heimi og samkeppnin teygir sig þvert á alla miðla. Hann velur ekki einungis á milli stöðva í sjónvarpi eða mismunandi prentmiðla, heldur getur valið staðið á milli fréttatíma í sjónvarpi og heimasíðu mbl.is, svo dæmi sé nefnt. Því er mikilvægt að huga að samvinnu ólíkra miðla við gerð birtingaáætlana.

Markaðssetning í hinum svokölluðu „hefðbundnu" miðlum er þó allt öðruvísi en í þeim stafrænu. Miðlarnir eru allt aðrir og hafa mismunandi virkni, kosti og galla. Það ber að hafa í huga þegar auglýsingaefni er valið fyrir hvern miðil fyrir sig og í allri markaðssetningu almennt.

 

Kostir stafrænna auglýsingaherferða eru til dæmis:

 1. Bjóða upp á mikla dekkun
 2. Mikill sveigjanleiki
 3. Tækifæri til nýsköpunar
 4. Þær eru mjög markhópamiðaðar
 5. Hagkvæmni
 6. Gagnvirkni
 7. Góður viðbragðstími

 

Áhrifafólk innan fyrirtækja er hins vegar oft ringlað og lítur á stafræna hluta markaðsherferða sem algjört aukaatriði. 

Algeng vandamál eru:

 1. Stafræni hlutinn er gerður með hangandi hendi og án þess að stefna hafa verið mörkuð í þessum málum
 2. Auglýsingar á netinu mæta algjörum afgangi og lítil vinna lögð í þær
 3. Stjórnendur ósannfærðir um kosti stafrænna herferða því arðsemin (ROI) er ekki augljós í fljótu bragði
 4. Hefðbundnar aðferðir of rótgrónar
 5. Fyrirtæki fjárfesta ekki í hæfu starfsfólki á þessu sviði
 6. Deildir vinna hver í sínu horni í stað þess að sameina markaðsdeild og þeirra sem vinna í markaðssetningu á netinu

 

Hvernig er hægt að breyta þessu?

 1. Markaðu heildarstefnu í markaðsmálum af festu. Herferðir á netinu eiga ekki að vera aukaatriði heldur hluti af markaðsstarfinu í heild
 2. Fjárfestu í tækni og taktu tækninni opnum örmum
 3. Ekki líta á stafræna þróun sem eitthvað truflandi, heldur eitthvað sem er stigvaxandi og fullt af tækifærum fyrir þitt vörumerki
 4. Fjárfestu í réttu starfsfólki og/eða skoðaðu möguleika á að úthýsa þessum hluta
 5. Láttu alla þá sem vinna að markaðsmálum vinna á sama svæði, en ekki að hver vinni í sínu horni
 6. Taktu áhættu! Það er hægt án þess að tapa mikum fjármunum
 7. Hlustaðu á viðskiptavinina og jafningja þína og lærðu af því sem þeir hafa að segja
 8. Lágmarkaðu að eitthvað velkist um á milli deilda – minna af innanhúspólitík, meira aksjón!

 

Birtingahúsið veitir auglýsendum ráðgjöf um auglýsingabirtingar, uppbyggingu auglýsingaherferða og notkun miðla. Við sérhæfum okkur meðal annars í leitarvélum (Search), leitarherferðum (PPC), leitarvélabestun (SEO), notkun samfélagsmiðla og stafrænni miðlun auglýsinga á netinu (BH Adserving).

 

Lovísa Árnadóttir 2012

Grein byggð á fyrirlestri Emmu Durant frá Lionbridge á Ad:Tech 2012 í London.