birtingahusid selma-thorarensen 

Við kynnum nýjan liðsmann félagsins í bókhaldi, Selmu Thorarensen. Í lok desember auglýsti Birtingahúsið eftir sérfræðingi í bókhaldi. Áhuginn á starfinu fór vel fram úr væntingum - margir álitlegir umsækjendur. Um leið og við þökkum mikið vel fyrir áhugann á starfinu og félaginu, bjóðum við Selmu velkomna til leiks. Selma hefur víðtæka þekkingu og reynslu á fjármálatengdum störfum. Starfaði síðast hjá Rafís og þar á undan hjá Amarel (Lyf & Heilsu). Hún hóf störf í liðnum mánuði. Hennar fyrsta verk var reyndar að skemmta sér með nýjum félögum, fara út að borða og á uppistand!